mánudagur, apríl 05, 2004
afsökunarbeiðni\\\
Aðdáendabréfum hefur farið hríðlækkandi og heimsóknum einnig, hef ekki postað í fáeina daga og fráhvarfseinkennin eru greinilga byrjuð að gera vart við sig.
Þórdís kom heim á fimmtudaginn frá USA og gaf mér svona, ekki amalegt það. Get ekki beðið þar til í sumar, get hangið útí garði með vinum mínum að kasta hafnabolta á milli hvors annars á meðan við bíðum eftir því að BBQhamborgararnir verði tilbúnir í grillinu og Budweiserbjórinn verði kaldur.
Á föstudaginn skellti ég mér svo í afmæli til ÖnnuStellu, Súsönnu og Svanhvítar. Húllumhæið var haldið á efri hæð Sólons og tókst bara drulluvel til. Skemmti mér allavegana konunglega, langt síðan ég hef dansað svona mikið. Var líka hálfgert ríjúníon, hitti þarna nokkra gamla bekkjafélaga sem ég hef ekki séð í nær 4 ár.
Annars sló gjöfin sem við Óli, Hannes, Gummi og Dóri gáfum þeim, létum pabba taka af okkur nektarmyndir sem við svo skelltum í ramma.
Annars tók ég vélina með og tók nokkrar litríkar...