sunnudagur, mars 07, 2004
það liggur í augum úti\\\
Mikið djöfull var gaman í gær, gæsahúðin stoppaði ekki meðan maður hlustaði á hljóma gusgusmeðlima.
Þaust úr vinnunni heim í örstutta sturtu, þaðan í beina útsendingu og þónokkrum mínútum/bjórum seinna var ég kominn niðrá Nasa ásamt Agli.
Fengum strax borð, tókum smekkleysubrandarann á þetta sem er alltaf jafngaman og urðum að hlusta á Europop þar til kl. 0200 því það var einhvað að græjunum hjá Gussaranum.
En þeir létu svo loksins sjá sig og uss, þvílík og önnur eins stemmning.. byrjuðu þó aðalega í einhverju expirimentalkrappi en svo fóru slagararnir að kikka inn hægt og rólega.
Mætti svo í vinnuna í morgun kl. 10, illa lyktandi og skjálfandi í hnjánum eftir öll danssporin.