mánudagur, mars 01, 2004
helgin\\\
Vinnuhelgi eins önnur hver helgi er hjá mér, þreytandi og leiðinleg.
Fór um 23leitið niður í Undirheima að kíkja á strákana í útvarpinu, sit þarna með þeim panta sér landa í beinni í klst. eða svo og held svo heim á leið með Guðna, þegar upp úr Undirheimum er komið sé ég ekki betur en að Guðmundur næturvörður í lauginni krýpur á stéttinni spúandi ælu líkt og múkki. Ég hleyp að manninum, spyr hvað sé að, hann gat lítið tjáð sig en sagðist hafa drukkið einhvað eitur. Ég bregst skjótt við, vel línu eitt á símanum í andyrinu og þrýsti á 1-1-2, segi frá stöðu mála og bið um sjúkrabíl hið snarasta, því næst hringi ég í Gunna Hauks, forstöðumann og bið hann um að koma því Guðmundur hafi veikst.
Löggan kom svo 20min. seinna, voru þá Gunni og kona Guðmundar mætt á staðinn. Veit ekkert hvað varð um sjúkrabílinn en þegar ég fór var hann ekki ennþá kominn, við Guðni keyrðum fram hjá Select og sá ég þá sjúkrabíl þar fyrir utan, veit ekki alveg hvað hann var að gera, má vel vera að sjúkraflutningamennirnir hafi orðið svangir á leiðinni og komið við í pulsuveislu á Select.. hver veit.
en málið var að Guðmundur greyið hafði ætlað að taka með sér gosflösku sem hann fann heima hjá sér í vinnuna en það fór ekki betur en svo að hann tók með sér klórblöndu sem konan hans hafði blandað til að nota í þvottinn með fyrrgreindum afleiðingum.
Gaman líka að segja frá því að þessa frétt er einnig hægt að finna í DV í dag.
Eftir þessa mannsbjörg skelltum við okkur barasta í bæinn og hittum m.a. Hannes Þór og Arnar Inga eftir mikið ráp.
P.s. lofa að hafa þetta ekki svona langt aftur, fer mér ekki vel finnst mér.



