laugardagur, mars 13, 2004
gott og blessað\\\
Þá er þessi blessaða árshátíð yfirstaðin, tókum 20 rútuna og hittum beint í matinn.
Sýningin kom mér á verulega á óvart, leist ekkert á blikuna meðan ég var á æfingunum dagana fyrir sýningu.
Öll tæknilegu atriðin mjög vel útfærð, videodæmið mjög gott, ljósin mjög góð, leikurinn alveg ok og mæmið heldur slappt.
Stemmningin á ballinu og á hótelinu fannst mér frekar slök, allir í sínu horni einhvernveginn þ.a.l. vantaði alla heildina í hópinn.
Við Addi buðum í party í okkar herbergi, vissi ekki að það væri hægt að troða svona mörgum í svona lítið rými.
Guðnahrekkur var tekinn, við Árni læddumst inn á herbergið hans, það var kolniða myrkur og Guðni steinsofandi. Við læddumst inná klósettið sem er staðsett er til hægri leið og maður gengur inn, byrjuðum á því að fylla baðið af ísköldu vatni, bönkuðum því næst á herbergishurðina, biðum þar til Guðni fór til dyra en þá hrifsuðum við vankaðan manninn inná klósett í myrkrinu og reyndum að skella honum í baðið. Í skelfingu sinni fékk Guðni einhvern auka kraft sem gerði honum kleift að henda mér, 80og eitthvað kílóa manni, ofan í ískalt vatnið.. ég sem var kappklæddur var á floti, með hor og hnerra sem eftir lifði kvöldsins.