sunnudagur, mars 21, 2004
egils mosamjöður\\\
Held að Addi sé þolinmóðasti maður í heimi...
Hópmentum til hans í gær ég, GunniOl, Gummi og Óli.
Vorum ekki nema nokkur þar til um 23leitið að mig minnir að húsið skyndilega fylltist og fólk byrjaði að streyma inn líkt og vatn.
Ég og Guðjón skáluðum með einu glasi, í rauninni er það ekki hægt nema að sameinast í rúmi, ekki tíma, heldur rúmi.
Addi missti fljótlega þolinmæðina sem var þó búin að vera góð hingað til, nokkrir vitleysingar tóku sig til við að brjótast inn í hjálmageymslu fjölskyldunnar og byrja að stanga hvorn annan. Sameinuðust í hring og tóku einskonar hókípókístang. Fór svo ekki betur en svo að einn vitleysingana datt úr hringnum og beint á kommóðu sem féll, sem betur fer féll hún beint á sófa svo lítið sem ekkert varð um skemmdir.
Árni fór á klósettið, við tókum okkur til, allir strákarnir sem voru staddir í partyinu og mynduðum kór. Ég sá um að stilla honum upp, hafði þá hæstu aftast og svo kolli af kolli, bað svo hina og þessa að taka annað hvort háu eða lágu tónana.
Árni kom svo loksins af klósettinu og gekk beint í fangið á 15manna kór sem söng afmælissöngin fyrir hann.
Held að ég hafi sjaldan hlegið eins mikið nema kannske...
Náðum í flórsykur, geisladiskahulstur, rakvélahníf og rör, komum þessu vel fyrir og byrjuðum svo að bjóða hinum og þessum eiturlyf. Gekk hálfbrösulega svo óli vinur Egils sviðsetti á kyngimagnað ofneysluatriði, fólki brá mjög svo mikið en við misstum okkur algerlega þegar GunniOl kallaði hástöfum ,,strákar, náið í morfín og bíl, við erum á leiðinni til Neskaupsstaðar"
Stelpa staupaði úr naflanum á mér í gær, frekar óþægileg tilfinning en mæli þó með þessu.
Annars endaði ballið með því að heill her mjög ungra stelpna marseraði inn í húsið, ein þeirra sat sallaróleg inni í stofu en allt í einu byrjaði gusan að flæða upp úr henni, hún náði þó einhvernveginn að hlaupa inná klósett og stíflaði vaskinn, eftir varð slóð galls og ælu úr stofunni og alla leið inná bað.