þriðjudagur, mars 09, 2004
bissí krissí\\\
Búið að vera þónokkuð mikið að gera hjá mér seinustu daga, allar kvöldstundir hef ég þurft að horfa á rennsli niður í Austurbæ og taka upp hverja hreyfingu.
Sæludagarnir verða ein stór upptaka, fæ ekki að fara í neinn hóp, eins og hvað mig langaði mikið í fræðsluna um digitalmyndavélar..
Ætlum að reyna að taka upp nokkra sketsa á morgun auk þess að hlaupa milli hópanna, á víst að nota þetta í skólakynningu í lok þessarar annar.
Svo er árshátíð á fimmtudaginn og men byrjaðir að hlakka svona svakalega til, kominn tími til að skemmta sér í góðra vina hópi.
Við Addi shareum herbergi svo það er vonandi að engar skemmdir verða á innanstokksmunum.