miðvikudagur, febrúar 18, 2004
til hamingju með daginn\\\
Skelltum okkur á Burgerinn í hádeginu. Er ekki frá því að það hafi leikið um mig gæsahúð við fyrsta bitann og já, þetta var sko gott.
Mæli með færslunni hans Árna um TheSmiths, mjög svo fræðandi enda er þetta maðurinn sem kynnti mér fyrir þeim á sínum tíma sem er allt flott og fínt.
Einhverjar umræður eru í gangi hér í Torfufellinu um flutningar, hef ekki alveg sett mig inní umræðuna en eins og komið er lýst mér mjög vel á hugmyndina, alveg til í að koma mér úr þessu blessaða skuggahverfi, sem mér sýnist vera á leiðinni til helvítis.