laugardagur, febrúar 21, 2004
einsmanns party\\\
Held að Guðni Rúnar sé einn sá leiðinlegasti maður sem ég veit um þegar hann er farinn fram úr sjálfum sér í drykkju.
Eins og hvað hann getur verið ágætur alla hina vikudagana.
Skellti mér í bíó í gær með Öla á fyrrnefnda mynd og varð mjög heillaður, ekki frá því að hún eigi eftir að prýða dvdsafnið mitt í framtíðinni og ekki skemmir Scarlett Johansson fyrir að leika annað aðalhlutverkið, ólýsanlega falleg kona þar á ferð.
Fór svo einn í party í gær, held að ég hafi aldrei farið einsamall í party áður og ég efast um að gera það aftur þó svo að ég hafi þekkt flesta sem voru þarna inni, m.a. Guðna Rúnar Gíslason.