þriðjudagur, janúar 06, 2004
tökur, frakklandsfarar, guðni, daði, helgin og ...\\\
Tökur á nýjum Láka fara að hefjast eftir smá eða um leið og ég drattast til þess að ná í vélina til Tobbu sem verður vonandi bráðlega.
Frakklandsfararnir komu heim í gær, hef ekki hitt þær enn en eflaust eru þær súkkulaðibrúnar eftir þessa utanlandsferð sína.
Guðni kemur einnig heim frá Norwegi í fyrramálið, vonandi að hann komi með sitthvað gott handa sínum heitt elskaða...
Held að Family Guy sé fyndasta teiknimyndasería sem ég hef séð til þessa, munaði svona | | litlu að ég hefði keypt mér season 3 í dag.
Daði nokkur er kominn í linkabunkann minn alræmda, mundi allt í einu eftir því þegar ég sá mig á hans síðu að ég lofaði að linka á hann, spurning hvort maður hafi verið í annarlegu ástandi þegar ég gaf það loforð.
Helgin sem leið var annars heldur atburðalítil, vinna, vinna, hangið með Abby, Óla og Þórdísi, vinna, vinna og aftur vinna
...úff hvað þetta var með yfirburðum lélegt, lofa einhverri góðri myndafærslu næst eða jafnvel brandara, hver veit ?