föstudagur, janúar 16, 2004
músík, músík, músíkant\\\
Tónlista -og menningaklúbbur Breiðholts ætlar að halda endurfundi í kvöld, fékk símtal frá Árna, öðrum stofnenda klúbbsins, áðan þar sem hann stakk uppá þessari frábæru hugmynd.
Prógrammið verður einhvernvegin svona:
20:20 Allir verða að vera mættir, ég, GunniOl, Árni og Óli
20:28 Kaffi verður tilbúið og þ.a.l. hellt í bolla félagsmanna á staðnum
20:30 Allir hafa þögn og horfa á Idolið frá músíkölsku sjónarhorni
21:00 Kaffi súpið og horft á, einbeittir
21:45 Hlé gert svo menn geti horfa á Svínasúpuna (örugglega upptjúnnaðir eftir alla kaffiþambið)
22:15 Fylgst með atkvæðagreiðslu
...hörkudagskrá hér á ferð, þónokkuð öðruvísi tónlistaklúbbsþema en hver segir að breytingar séu af hinu illa ?