fimmtudagur, janúar 01, 2004
gamangaman\\\
Var að kveikja á heimilistölvunni eftir langan tíma, er búinn að vera alveg ónotuð síðan ég fékk videotölvuna heim og ég held bara að ég kaupi mér myndavél eftir næstu útborgun, inná tölvunni er alveg ógrynni af ljósmyndum sem ég hafði tekið á vél Iródarinnar.
Lá bara við að maður táraðist meðan maður lét slideshowin rúlla, gaman að getað skoðað helling af folderum með gömlum myndum meðan maður liggur ónýtur eftir skemmtilegheit næturinnar.
Gærkvöldið heppnaðist mjög svo vel, vorum bara 3 í mat hérna heima og snæddum kjúkling...
Skellti mér svo yfir í Unufellið til Óla en þar hófst partyleit, símkerfið var niðri og ekkert gekk, Óli sló þessu bara í kæruleysi og bauð liðinu heim svo fyrr en varði fylltist húsið af fólki. Stanslaus gleði fram til 06.