mánudagur, janúar 12, 2004
blogglaus helgi\\\
Stormasöm helgi að baki, eyddum mestöllum laugardeginum í gerð ammælisgjafar handa afmælisbörnunum enda mjög stoltir af henni.. Tókum af okkur myndir í stúdíóinu hjá pabba, rendum þeim í gegnum tölvuna, þaðan í prentarann og beinustu leið í þessa rosalegu ramma sem við keyptum í IKEA fyrr um daginn. Gjöfin sló svo allsvakalega í gegn í veislunni.
Svo er skólinn byrjaður enn eina ferðina, fór í tvo uppeldisfræðitíma í dag. gaman gaman
Selma er byrjuð að blogga enn eina ferðina, segir frá Au-Pairlífi útí Þýskalandi og linkurinn hennar er akkúrat hér -> selmadropi