mánudagur, desember 08, 2003
o mínus\\\
Dagurinn í dag átti að einkennast af mikilli vinnu, ætlaði mér að vakna snemma, mæta niður í blóðbanka og þaðan beinustu leið niðrá Þjóðarbókhlöðu að læra.
...vaknaði kl. 1300 hámaði í mig örbylgjupítsu, drakk 1 líter af kóki og skellti mér niðreftir, dældi úr mér dágóðann slatta og er ekki búnað læra stakan staf í allan dag.
Blóðgjöfin fór svona svakalega í mig, búið að líða eins og ég sé þunnur í allan dag... bara eins gott að það komi e-tímann að góðum notum.