mánudagur, desember 15, 2003
helgi eftir Helgi\\\
Fínasta helgi alveg hreint, húllumhæ á föstudaginn, skrapp þá í afmæli ÓlaJóns og skemmti mér vel með eindæmum.
Margt var um manninn enda má sjá það á myndasíðu GunnarsHilmars, laugardagurinn byrjaði svo með heljarinnar vinnutörn á Selfossi, alveg er það lýgilegt hvað Selfyssingar eru vingjarnlegir. Alltaf gaman þegar maður hreinsast af fordómum.
Er formlega kominn í jólafrí og þ.a.l. byrjaður að snúa sólhringnum við enda er það stór þáttur í því að koma manni í rétta jólaskapið líkt og ég hef sagt svo oft áður.