mánudagur, desember 22, 2003
fellafréttir\\\
Aldeilis ófögur sjón sem birtist mér áðan þegar ég kom heim eftir að hafa farið í bíltúr með Óla og Gunna, í götunni við hliðina voru 2 brunabílar, heill hellingur af slökkvuliðsmönnum og allir íbúar blokkarinnar sem stóð í ljósum logum.
Kannast við liðið sem á heima þarna, einstæð fötluð móðir með 3 lítil börn.
...frekar sorglegt
Heyrði annars í Frakklandsferðalöngunum Þórdísi og Súsönnu áðan, hringdu í mig og er ég nokkuð viss um að þær hafi verið í frekar annarlegu ástandi, fékk að heyra ýmsar setningar sem ég kæri mig varla um að birta hér... en þrátt fyrir það hafa þær það mjög gott þarna úti, eru á eintómu pöbbarölti og láta öllum illum látum.


