miðvikudagur, desember 10, 2003
andvarp og stunur\\\
.."hmmmffhh"..."prrrhhhffff"..."ssshhhwwhh." Þetta er bara örlítill "tóndæmi" af öllum þeim hljóðum sem komu út úr náunganum sem sat inná bókasafni FB í dag, maðurinn var eins og heil simfoníuhljómsveit stuna og andvarpa, veit í raun voða lítið hvað var að angra greyið en tel það hafa verið algebruna sem hann var að baksa við að leysa.
Fékk símtal frá Selmu í gær þar sem mér var formlega boðið í útskriftina hennar þann 19. annars þurfum við strákarnir að vera snarir í snúningum því hún krafðist uppákomu frá okkur í veislunni...
gaman líka segja frá því að ég hef ákveðið að hafa nóg af greinaskilum í hverri færslu... vonandi að þau komi í veg fyrir óþarfa miskilning og þessháttar leiðindi í framtíðinni.