föstudagur, ágúst 01, 2003
ImageReady\\\
Undravert forrit sem getur gert kraftaverk segi ég nú bara ! Búinn að læra á þetta með smá tilsögn frá Val og sýnist mér ég vera orðinn bara nokkuð góður, annars er fyrsta myndin komin á vefinn, kannski örlitlir byrjendaörðuleikar en eins og sjá má rennur þetta ljúft í gegn og er ég ekki frá því að það sé nú fyrir öllu... Búinn var ég að lofa einhverjum breytingum hér á síðunni og ætla ég mér að standa við það, nýja útlitið kláraðist í gær eftir mikinn hamagang og verð ég að segja að þetta er vægast sagt meistaralega gert, enda kom Photoshopið að góðum notum þar á bæ.
Held að ég leyfi imageready-myndinni minni að tala á meðan ég hef blogglausa Verslunarmannahelgi hér á síðunni... Blogga aftur á þriðjud. frá Algarve, bless á meðan !
