þriðjudagur, júlí 01, 2003
Leifi segir:\\\
Það er komið á hreint, Leifi í Leifasjoppu er með þvílíka markaðsfræðinga á bakvið sig ! Veltist um af hlátri þegar ég gekk fram hjá nýju skilti sem kallinn hefur smellt upp um helgina en þar stendur ,,Leifi segir: allir dagar eru nammidagar og plíís, ekki krota á veggin.'' Með þessu er Leifi kominn í lið með krökkunum sem augljóslega vilja hafa alla daga nammidaga, þvílík útsjónarsemi. Nú er bara að bíða eftir sjónvarpsauglýsingunum frá honum...
"hey þú !! Fáðu þér nammi... allir dagar eru nammidagar og plííss, ekki krota á veggin"
...36 dagar í brottför