sunnudagur, júlí 06, 2003
Gúrka\\\
Þvílík og önnur eins gúrkutíð... Fréttirnar áðan voru hlægilegar og Kastljósið sorglegt en þar var verið að sjónvarpa frá einhverjum stofutónleikum í Árbæjarsafni. Óttalega lítið að gerast á þessu vesæla landi okkar, vantar eitthvað katsí hérna og hana nú !
Öll fjölskylda mín kom saman útá pall kl. 0030 eða svo á aðfaranótt laugardags, söng og lét öllum illum látum og létu "blokkarana" hafa það óþvegið því verið var að fagna 30ára afmæli ástkærrar systur minnar. Nýji síminn minn kom að góðum notum og smellti ég af þónokkuð mörgum myndum.
Þrír diskar bættust í safnið hjá mér áðan, fyrst má nefna The Freeweelin' með BobDylan, í öðru lagi má nefna Bestofdiskinn Permanent með Joy Division og í þriðja og seinasta lagi má nefna Violator með Modaranum. Allt hörkugóðir diskar sem ég ætla að njóta þess að melta í sumar.