þriðjudagur, júlí 29, 2003
Alboom\\\
Undanfarið hefur albúmið legið í dvala um alllangt skeið, var ansi duglegur við að uppfæra það hérna áður fyrr en nú verður breyting á. Nýr myndaflokkur hefur göngu sína þar sem kallast "frá sjónarhorni símans" en það eru frekar lo-resmyndir sem ég hef tekið með símanum mínum síðan ég fékk mér gripinn. Flest allar myndirnar sem eru þarna tók ég í afmæli Elvars um helgina enda margt fyrir linsuna á þeim bænum.
...7 dagar í brottför