miðvikudagur, júní 04, 2003
Tónlistaklúbbur taka 2\\\
Að þessu sinni létum við kjallarann eiga sig og héldum tónlistakynninguna í húsakynum Árna. Valur lék ljótan leik og skrópaði á sitt fyrsta menningakvöld en hann var þó löglega afsakaður fyrir rest. Þessar kynningar verða alltaf flottari og flottari með hverri vikunni, Árni lét tæknina ráða ríkjum og var búinn að tengja allar græjur saman svo maður gat notið tónanna til hins ýtrasta. Það má segja að kvöldið hafi einkennst af 98'stemmningu. Ég skellti þessum hér á fóninn en Árni kom svo skemmtilega á óvart með þessum hér. Kaffið var sterkt og bragðgott enda lagað hérna heima í Torfufellinu.
Úrvalskynning en Valur... þú færð -stig fyrir þetta forfall !