föstudagur, júní 27, 2003
Áætlun í lagi\\\
Var að koma úr þessari svakalegu grillveislu í Unufellinu þar sem Feðgakvöld var haldið. Feðgarnir Óli, Halli, FannarFreyr og Nonni voru svo indælir að bjóða mér, Halli var aðalkokkur og stóð við grillið, ber að ofan með Fannar í annarri og grilltöngina í hinni. Óli hafði þó gert sér lítið fyrir og stolið BBQ-hamborgarauppskriftinni af pabba eftir eitt feðgakvöldið sem haldið var hér í Torfufellinu en þetta var þó assgoddi gott hjá honum. Bjórkippan bíður ísköld í kælinum og sé ég fram á eitthvað skrall...
Brrrr... mikið rosalega kann ég vel við árstíðina sumar.