föstudagur, júní 13, 2003
Sumardagskrá\\\
Horfði á tvo aðal sumarþætti Skjás Eins þ.e.a.s. Hjartslátt og Hljómsveit Íslands. Hljómsveit Íslands fannst mér öllu betri, íslenskt raunveruleikasjánvarp af bestu gerð. Sveitaballahljómsveit búin til á smá tíma, eitt lag tekið upp og hún svo látin túra um landið og tökumaður með í för. Örugglega margt sem kemur í ljós í þeim þætti, hef t.d. alltaf langað að vita hvort það séu til alvöru íslenskar grúppíur...
Hjartslátt hataði ég í fyrra sumar, einfaldlega fattaði hann ekki en sýnist þó serían í sumar eiga eftir að verða ögn fattanlegri. Skil bara ekki hvernig þáttur sem inniheldur tvær sætar stelpur sem gera ekkert annað en að hoppa um og láta asnalega getur orðið svona vinsæll.
Svo er bara bíða eftir hinum eina sanna Idol með Bubba og co. á superztöðinni Stöð2 í júlí að mig minnir...