mánudagur, júní 16, 2003
Húllumhæ\\\
Eins og sjá má á færslunni hér að neðan var tvímælalaust mikið fjör í kjallaranum á laugardagskvöldið. Held að ég hafi ekki tekið eins skemmtilega göngu úr Fellunum yfir í Hólana síðan ég fæddist (fæddist einmitt í Fellunum). GunniOl fór yfir um og hoppaði í hvern runnann á fætur öðrum, hann gerðist líka frakkur þegar hann bað okkur um að ýta sér á veggi og ljósastaura í Bónuskerru. Kvöldið endaði svo á bænum eftir stutt stopp hjá Elvari.
