föstudagur, júní 06, 2003
Alvarlegt blogg\\\
Alltaf jafn leiðinlegt að koma heim, setjast fyrir framan tölvuna og sjá leiðinleg og neikvæð komment sem eiga ekki við nein rök að styðjast komin inní kommentakerfið manns. Þetta hefur verið að gerast undanfarið á þessari síðu minni, einhver sem skrifar ekki undir nafni og er bara með eintóm leiðindi í minn garð. Að blogga um þetta er eflaust bara olía á eldinn en ég bara verð að segja eitthvað. Ég nenni ekki að standa í svona leiðindum hérna á síðunni, alveg til í að fá leiðindakomment í gegnum Email eða á einhvern annan hátt en þessi síða vil ég að einkennist af léttleika og húmor, ekki af einhverjum ljótum skotum á mig. Mér finnst persónulega leiðinlegt að skrifa í svona alvarlegum tón en vonandi að þetta verði bara í eina skiptið.