miðvikudagur, maí 14, 2003
Vúúhaa...\\\
Í dag hef ég notið þess að læra svo undarlegt megi virðast, tilhlökkunin hefur einfaldlega tekið yfir prófkvíðann en minniháttar veikindi hafa verið að leika mig grátt. Dagskráin er þétt á morgun, veseningur fyrir ömmu gömlu, smá dúttl við að skanna nokkrar myndir fyrir Þórdísi, stofnfundur Menningar - og Músíksfélagsins og loks afslöppun mikil sem verður svo mikil að hún gæti tekið á !! Skilríkjavandinn er ekki enn leystur og hef ég hugsað mér að gerast ansi rótækur ef hann reddast ekki bráðlega... Minni svo kvennþjóð FB á að fara hysja upp um sig buxurnar því það er comeback hjá Iródinni næstu önn.