mánudagur, maí 12, 2003
Tilhlökkun mikil\\\
Ekki nema eitt próf eftir og ég rýk út í sumarfrí sem mun einkennast af mikilli peningaeyðslu, skemmtilegheitum og afslöppun. Íslenskan var tekin með trompi í morgun (vona það allavegana) og er það ansans náttúrufræðin sem er næst á dagskránni. Svo er stefnan sett hátt næstu helgi, heyrst hefur að menn verði öllu fyllri en þessa helgina þ.e.a.s. að fleiri sögur fara á kreik og fólk sem ekki kemur með verður því að fara nota ímyndunaraflið og fylla almennilega í eyðurnar... Þá er bara hefja hina alræmdu leit að góðum skilríkjum því það er ekkert að ganga hjá mér að vera inná stöðunum, er svo andskoti unglegur eitthvað.
Mæli með að fólk líti á hinn ógurlega link á myndasíðuna miklu sem ég bjó til í dag inná milli þess að læra undir þetta blessaða NATpróf...