fimmtudagur, maí 08, 2003
Lærdómsmúsík\\\
Skrítið hvað góð músík gerir lærdóminn skemmtilegri, margir minidiskar hafa orðið til úr þar til gerðum playlistum inná tölvunni góðu. Hæst ber að nefna diskinn sem ég skellti í í gær, en þar eru bestu Air-diskarnir saman komnir á einn ásamt eina og langflottasta disk þeirra DustBræðra. Er ekki frá því að maður skori allavegana 1 heilann á prófinu eftir að hafa lært með eðaltóna í eyrunum nóttina áður... Hinsvegar er ég búinn að ná mér í smjörþefinn af ThinkTank, nýju plötu þeirra Blurrara. Líkar vel, smá keimur af sömu sýruáhrifum sem skullu yfir þá í Radiohead þegar þeir gáfu út meistarastykkin KID A og Amnasiac, fínt að láta Blur taka við svona þegar Radiohead dembir sér aftur í rokkið !
Minni á föstudagsferskeytluna á morgun...