fimmtudagur, maí 22, 2003
Heim sætt heim\\\
Er ekki frá því að maður var byrjaður að hlakka til heimkomunar þarna í restina, N.Y. er ekkert sérlega sniðug borg, einkennist af miklum hraða og stressi... held að maður yrði algerlega sturlaður ef maður myndi verða þarna í lengri tíma en viku..svo þið sem stefnið á að heimsækja Eplið stóra...kaupið ykkur helgarferð ! Hápunktur ferðarinnar var þó þegar hausinn á mér birtist á aðalsjónvarpsskjánum á TimeSquere, skjárinn er í eigu stærsta banka Bandaríkjanna og var túristunum boðið að láta smella mynd af sér þarna inn. Aldrei að vita hvort ég smelli inn vídjóbútnum inn einhventímann við tækifæri...
Ég er allaveana farinn í háttinn, þotuþreytan að drepa mig...