föstudagur, maí 16, 2003
Fundur er settur\\\
Í kvöld lét ég mata mig af tónlist og kaffi, bauð þeim GunnaOl og Árna yfir í kjallarann þar sem fram fór þessi rosalega tónlistakynning. Árni kom með Violent Femmes og BeachBoys á meðan GunniOl mætti vopnaður DavidBowie. Diskarnir látnir svo rúlla í rólegheitunum meðan kaffið hans Árna var drukkið af alefli enda eðalblanda þar á ferð... Stopp á Select sló svo botninn í þetta allt saman, stjórnmálalegar umræður tóku svo við meðan pylsan var snædd þar sem Guðni og "míkrafónamaðurinn" bættust í hópinn.
Já það er vonandi að þetta verði gert að vikulegum viðburði...