fimmtudagur, maí 15, 2003
Done\finito\búinn\\\
Ekki amaleg tilfinning að labba úr seinasta prófinu útí 10°hita og glampandi sólskin. Já tilfinningin er góð, sumarið komið og helgin bíður fersk eftir manni... Morgundagurinn óráðinn en afmælisboð á laugardag svo þetta lítur bara nokkuð vel út. Kveðskaparkeppni okkar Vals er á næsta leyti, keppnin verður stafræn og afköstin birt á annari hvorri síðunni...svo ekki fara langt...! En nú fer stofnfundur menninga - og músíksfélags Reykjavíkur og nágrennis að hefjast svo ég er farinn...