föstudagur, apríl 04, 2003
Tækni\\\
Já þá er það komið á hreint, við erum komnir inní vídjónefnd...sigruðum með 80% fylgi eða meira.Við höfum fengið tilboð um samstarf frá nokkrum nefndum nú þegar og höfum við hugsað okkur að taka tilboði Aristófanesar, hugmyndaríkir og snjallir strákar þar á ferð...en meira segi ég ekki ! Stafræna Sonyvélin mín er ekki alveg að standa sig í stykkinu í dag, keypti á hana kapal yfir í tölvuna en nei, það virkar ekkert...en ætla mér að koma þessu í lag fyrir helgi því hún verður tekin á edrúisma og teknar verða margar listrænar partymyndir.