þriðjudagur, apríl 15, 2003
Sumarfílingur\\\
Fékk í mig þetta svaka sumarstuð í gær þegar ég sá hvernig veðrið var og ákvað að grípa til gamla góða hjólabrettisins, fékk með mér gott og frítt föruneyti útá Ingólfstorg Breiðholtsins, eða þau GunnaOl og Súsönnu. Þegar þangað var komið var torgið troðið af ungum og upprennandi skeiturum... Erfitt var að byrja, datt tvisvar ansi illa en ferðinni lauk þannig að ég ætla að taka gamalt og gott trikk fram af nokkuð háum kannti, trikkið heppnaðist vel nema þegar ég lendi þá brýt ég plötuna í tvennt ! Mjög sjaldgæft er að menn brjóti plötuna sína í þessum bransa en þegar það gerist þá er það aðalega sökum mikillar þyngdar eða mjög góðrar kunnáttu !
