miðvikudagur, apríl 30, 2003
Staujárn\\\
Varð fyrir því leiðindaatviki áðan að lenda í árekstri eða "strauja" bíl eins og kallarnir í bransanum kalla þetta ! Var nýbúinn að henda Súsönnu út fyrir framan blokkina sína þegar ég bakka út og ÍÍÍÍíííííííhhhhsssskkrrr...ég stöðva "bifreið A" og er snögglega litið á "bifreið B", sé að öll málningin af bílnum hans afa er farin af og klesst á hinum ásamt fjöldanum öllum af rispum og öðrum huggulegheitum. Miðaldrakona steig úr Bifreið B alveg snælduvitlaus, neitaði að gefa skýrslu á þetta og krafðist þess að ég hringdi á lögguna. Já svona er þetta lið hérna í Fellunum...annars reddaðist þetta allt, löggimann kom að lokum eftir 45min bið og skýrsla var gefin...ætla mér ekki að lýsa þessu atviki mikið meir hér heldur láta myndina tala sínu máli...