föstudagur, apríl 25, 2003
Partyniðurstaða\\\
Partyið áðan hefði varla fengið hálfan Hannes ef vídjónefnd Versló hefði orðið vitni af StafrænaPartyinu áðan, fámennt en góðmennt. Þarna voru komnir menn á borð við Knút, Elvar, Sævar, einhver stelpa sem hét Herdís og svo hringdi Guðni en hann var í stöðugu símasambandi við okkur svo þetta gat varla verið mikið stafrænna. Myndir (p) voru teknar og bjórinn (b) flæddi um allt. Var samt spurður áðan hvort ég væri algert nörd, en eins og þið flest vitið þá er þetta allt í gamni gert ! Partyið náði þó aldrei þeim hápunkti að eftirpartyið tók við í boði gusgus en það verður bara næst...