miðvikudagur, apríl 23, 2003
naruD Duran\\\
Þvílík duran duran sveifla hefur skotið sér leið inní playlistann hjá mér seinustu daga, listinn er uppfullur af gömlu plötunum með þeim og aukalögum. Málið er að ég fann í gömlu búslóð systur minnar allt heila klabbið...henti því barasta inn í vélina og hún hefur ekki hætt síðan, DuranDuran glymur hérna daginn inn og daginn út, en talandi um tónlist þá hafa ýmsar fleiri sveiflur verið að gera vart við sig í playernum, mikið um franskt þema...en meira um það seinna ! Hjólabrettið hefur setið alveg eitt og yfirgefið en Emailar hafa flogið inn frá allskyns stelpum sem vilja ólmar koma með Binnanum útá torg að skeita...!