fimmtudagur, apríl 10, 2003
IKEA\\\
Langt síðan ég hef spjallað um auglýsingar, en áðan sá ég eina frá IKEA...mjög góða þar sem stelpa situr við tölvuna sína að pikka inn, svo er dinglað, hún hleypur til dyra en þá standa vinkonur hennar fyrir utan í partydressinum sínum...stelpan snýr sér þar næst að stillingu sem breytir íbúðinni sinni í hálfgert diskótek á nótæm. Hef alltaf kunnað vel við auglýsingarnar frá IKEA, seinasta auglýsingin var því miður döbbuð yfir á íslensku en þrátt fyrir það mjög góð...þar er strákur að tala við vin sinn í símann um matarboð og innréttar íbúðina sína á meðan hann fær upplýsingar um hversu margir séu á leiðinni til sín í matarboðið. Þetta sýnir augljóslega hversu góðar IKEAvörurnar eru og jafnframt að þær bjóða uppá svo og svo margar lausnir.
Já ég vil betri auglýsingar...betri húmor í þær íslensku...og hana nú