mánudagur, apríl 07, 2003
Góðar móttökur\\\
Já ég þakka kærlega fyrir allar þessar heimsóknir í myndaalbúmið fræga, það taldi víst um 300 heimsóknir síðan ég smellti inn myndunum og get ég nú ekki verið annað en ánægður með það. Þakka Elvari fyrir að leyfa mér að nota íbúðina sína sem ljósmyndastúdíó...hægt að taka þær margar listrænar þar. Spurning hvort maður gerist ekki "Frílandsljósmyndari" eða barasta sæki um sumarvinnu hjá djamm.is ?! Annars er bjórkvöld á fimmtudaginn og hef ég verið að heyra útundan mér að hringdans verði stiginn og það ekkert smáræðis hringdans eins og hefur verið undanfarið, já nú má fólk fara að passa sig !
Langar að minna á AlbúmSímonar á myndasíðunni frægu...