miðvikudagur, apríl 16, 2003
Er ég DV ? ...nei ég er Vodafone\\\
Gaman að segja frá því að ég er loksins orðin lítill hluti í Og - Vodafonesamsteypunni, er nefnilega með internettengingu frá gamla góða Íslandssíma... Annars get ég ekki verið annað en ánægður með þetta nýja fyrirtæki, eða samruna fyrirtækja öllu heldur...gaman þegar barist er gegn risanum. Annars er Expresso drykkur dagsins, lærdómurinn búinn að ganga fremur illa í dag en eyddi löngum tíma í að setja útá nýja lúkk Droplaugarsíðunnar...og svo að leyfa Guðna að nýta allan gagnbankann minn sem við kemur heimasíðugerð í nótt.
Ef þú lesandi góður lumar á hjólabrettaplötu mátt endilega senda línu...er strax kominn með fráhvarfseinkenni