sunnudagur, apríl 20, 2003
...talsetning: Hljóð og Mynd\\\
Þá er þessi blessaða sumarbústaðaferð afstaðin, mikið fjör var á okkur þar...myndir teknar í gríð og erg eins og alltaf og ættu þær að liggja í myndaalbúminu góða. Fólk var í góðri stemmningu en það vantaði eitthvað, kannske bara fleiri stelpur...samt voru þessar fáu stelpur sem þarna voru mættar uppfullar af dúndrandi fjöri og miklum ferskleika, það er ekki að spyrja að því. Steikur voru grillaðar og prófuðum við að marinera eina uppúr úrvals páskabjór og lukkaðist vel...! Iródin fór náttúrulega á kostum eins og alltaf, en meira er hægt að lesa um það á Dropu...hann var víst mikið að trufla þær stöllur við svefn og annað afsleppelsi. En talandi um Droplaugu þá fór ég nú bara hjá mér um daginn þegar ég las frásögn annars meðlimarins þegar hann skrapp með mér á hjólabretti um daginn...þessa grein er hægt að nálgast hér. Gaman að segja frá því einnig að hljómsveit varð til þarna í ferðinni, hún kallast einfaldlega "Á Suðurlandi", meðlimir eru ég (trommur), Selma (söngur) og Addi (gítar)...annars held ég að stúdíotímar og þvíumlíkt sé á næstunni hjá okkur.
En við skulum ekki standa lengur í þessu röfli heldur láta myndirnar tala...Gjöriði svo vel...
Myndirnar úr sumarbústaðaferð fyrir próf