miðvikudagur, mars 12, 2003
Ættleiðing\\\
Á föstudaginn tek ég að mér einn helsta fjölskyldumeðliminn úr fjölskyldu Árna, þetta er enginn annar en hann Tralli..! Famelían er nú að fá sér eitthvað nýtt sófasett og á nú að fara henda greyinu. Árni hafði samband við mig hið snarasta og bað mig um að taka Tralla gamla í fóstur, ég átti ekki erfitt með að ákveða mig og er hinn ánægðasti...þó þýðir þetta ekki að fleiri party verði haldin hér í kjallaranum en hafa verið hér undanfarið.
Mæli með að hægt er að fylgjast með okkur á föstudags-eftirmiðdag halda á sófanum frá Árnahúsi alla leið yfir í Torfufellið...ekki amaleg sjón það, enda miklir orkuboltar þar á ferð...