þriðjudagur, mars 11, 2003
Óskalag\\\
Gaman að segja frá því að í dag var hringt inn í þátt sem var í loftinu á Rás2 þegar óskalagasíminn var í loftinu og byrjaði símtalið með miklum skruðningum og látum:
Rás2 góðan dag, hvað get ég gert fyrir þig ?
Já, sæl..."skrrr"...
Hvar ert þú staddur, alveg agalega lélegt samband í þér ?
Tjah.."skrr"...við erum nú bara staddir hérna uppá Langjökli
Nú jæja, þið eruð þó ekkivélsleðamennirnir sem eruð fastir ?
Nei, við erum nú bara í björgunarsveitinni að leita..."skrr"...
Jahá, og hvernig er veðrið ?
Það er nú bara helvíti gott veður, en mætti ég nokkuð fá óskalag ?
Ég skal ekki segja, en þetta er svona grátbroslegt...eða jafnvel bara heimskulegt...