fimmtudagur, mars 27, 2003
Rock the caspa\\\
Í dag þyrsti mig í nýja tónlistastrauma, playlistinn minn hefur aðalega einkennst af Bellanum, Flaming Lips og Radiohead seinustu mánuðina. En fékk hugljómun þegar Hugga benti mér á Nick Cave...settis fyrir framan skjáinn þegar ég kom heim og byrjaði niðurhleðsluna með hennar hjálp. Er nokkurnevegin að fíla þetta en það er augljóst að hann krefst mikillar hlustunar sem er fínt. Annars er enn eitt bjórkvöldið á morgun og það með 80's yfirbragði ! Maður lætur sig náttúrulega ekki vanta þar, enda verður 80's-stemmningin í algleymingi hjá okkur...Svitabönd, ennisbönd, griplur og síðast en ekki síst meiriháttar músík held ég að einkenni kvöldið.