mánudagur, mars 03, 2003
Mikið gaman og mikið grín\\\
Skellti mér í tvítugsammælið hennar Katrínar Evu á laugardaginn þar sem bollan var rosaleg og bjórnum flæddi inn. Skemmti mér annars alveg konunglega, tónlistin var líka alveg mega...Aphexinn spilaður á fullu spani ásamt góðri danstónlist. Varð vitni vikulegri strippsýningu Perunnar, fylgdist með ólíklegasta fólki kyssast og dansaði mikið ! Mjög svo gott kvöld í alla staði !!
Annars eru komnar upp margar hugmyndir með fimmtudaginn, e-ð er verið að ræða um Morgunglens og grillveislur en það kemur víst allt í ljós á næstunni.
Elvar og Guðni : Takk kærlega fyrir PetShopBoys remixdiskinn, einn sá lélegasti sem ég hef hlustað á...