föstudagur, mars 28, 2003
*clap clap*\\\
Bjórkvöld í gær var góð og gild skemmtun sem fór seint af stað. Byrjaði á tómu dansgólfi og lélegri stemmningu með svipað lélegri músík. En snögglega varð breyting á, gólfið fékk að kenna á því. Skellti í mig tvem tilboðum ásamt góðum félögum og svo beint útá troðið gólfið...stóð stutt yfir því DJ staðarins var langt frá því að standa sig í stykkinu. Þó voru uppgvötaðir tveir nýjir dansar í gær sem verða vonandi fastir liðir á næstkomandi bjórkvöldum, annars vegar var það *clap clap* dansinn og hinsvegar hringdansinn sem var því miður ekkert sérstaklega að falla vel í kramið hjá MKingum.
Í guðanna bænum verið ekki að halda bjórkvöldin sameiginleg, það er aðeins ávísun á vandræði...