sunnudagur, mars 09, 2003
Bæjarferð\\\
Skellti mér í bæinn í kvöld, sem er kannske ekki frásögu færandi nema það að ég fór með edrúismann að leiðarljósi...og viti menn, ég skemmti mér bara svona rosalega vel. Átti mörg hlátursköstin þegar ég horfði á Dóra slá í rassa og gangandi utan í spegla á bílum rúntandi niður Laugaveginn, náði þó toppnum þegar hann gekk út af skemmtistað einum með stórann púða úr sófasetti staðarins. Annars ætlar óheppnin ekki að ganga af honum Óla, þegar ég var að skutla þeim Óla, Dóra og Gunnari Jarli niðrí bæ stoppuðum við á ljósum einum á Sæbrautinni. Óli ætlar að vera voða sniðugur og byrjar að æpa útum gluggann á bíl sem var við hliðiná okkur (svona "búmm búmm - bíll"). Þá var naggurinn í aftursætinu á "búmmbúmmbílnum" ekki allskosta ánægður með ópin að hann hoppar útúr bílnum og BAMM...kýlir Óla svona rosalega fast í augað og hleypur svo aftur inní bíl vinar síns á nokkrum sekúntum. Eftir sat Óli með sokkið auga og sár á kinn. Gunni var með augun opin og náði númeri bílsins...
....og svo er bara að kæra !