sunnudagur, janúar 26, 2003
Bíóferð\\\
Fékk Hannes til að plata mig með sér í bíó í gærkvöldi, skelltum okkur á Jackass the movie sem var guðdómleg skemmtun. Annars er alltaf jafngaman að fara með Hannesi í bíó, þá er mikið pælt í auglýsingunum á undan myndunum og trailerunum líka, svo fær maður að horfá myndina með allt öðru sjónarhorni...þ.e.a.s. frá sjónarhorni vídjóáhugamannsins Hannesi. Annars kom nýjasta kókauglýsingin á undan myndinni (þar sem piltur situr með vasadiskó og horfir á vinnukarla uppá stillönsum) og mér er óhætt að segja að þetta er fjandi góð hugmynd, bara verst hversu illa hún er útfærð.