laugardagur, nóvember 16, 2002
Gnarrenburg\\\
Horfði á fyrsta þáttinn í gær og líkaði vel, minnir mann örlítið á þættina Konfekt sem voru á skjáeinum í fyrra eða hitt í fyrra. Þar voru frekar súrir brandarar, þó mjög góðir. Annars finnst mér Barði standa algerlega uppúr í þessum þáttum hans, svona ekki beint þessi Kevin Eubanks comment sem vella uppúr honum.
Þó sá ég Apparat performa í fyrsta skiptið í gær, og ég verð að segja að þetta minnir mann þó nokkuð mikið á gamalmennin í Kraftwerk...