miðvikudagur, október 30, 2002
Takk fyrir mig\\\
Mikið djöfull fer það í taugarnar á mér þegar fólk þakkar fyrir sig þegar það er að borða einhverstaðar þar sem það er búið að borga fyrir matinn sinn. Eins og um daginn fór ég á McDonald's, en þar var einhver eldri maður sem stóð upp frá borðinu sínu, gekk með bakkann í fötuna og kallaði svo inní afgreiðslu hátt og skilmerkilaga ..."takk krakkar, takk innilega fyrir mig" ! Ég meina, það er ekki eins og fólkið á Makkanum hafi verið að bjóða honum út að borða ! Algerlega tilgangslaust að þakka fyrir eitthvað sem maður er búinn að borga fyrir..!! Segjum frekar..."takk fyrir viðskiptin" !!
///Þessir fróðleiksmolar og kurteisisábendingar voru í boði Brynjars Ýmis