laugardagur, ágúst 31, 2002
Loksins, Loksins\\\
Já, í gærkvöldi var mér kynnt fyrir Ólöfu kærustu Óla ! Skemmtileg stelpa, hress og fjallmyndaleg ! Óli er heppin maður.....ok ok, ég skal bara bíða með brúðkaupsræðuna þangað til seinna...! Allavana er gaman að segja frá því að hann Óli klessti á í gær, eða það var klesst á hann og þar var meira að segja löggubíll ! Löggunni lá svo á að stoppa partyið í Unufelli að hún tók fram úr honum hægra megin og ..... BÚMM ! Bíllinn ansi illa farinn !